FOSS

white exit symbol
Fréttir
/

2. jún  2021

Áliktun aðalfundar FOSS

Aðalfundur FOSS var vel sóttur af félagsmönnum. Að loknum aðalfundastörfum var dregið úr happdrætti og feðginin Hlynur Snær og Sæbjörg Eva tóku lagið fyrir fundagesti. Fundagestir tóku vel undir með þeim í söng. 

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt. 

Ályktun aðalfundar FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu 2021

Stór áfangi náðist í síðustu kjarasamningum við Ríki, borg og sveitarfélög þegar samið var um

styttingu vinnuvikunnar. Starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuvikuna um allt að 4 tíma á viku. Til þess að þetta verði gerlegt þarf að eiga sér stað umbótarsamtal á vinnustöðum þar sem greining fer fram og allir möguleikar skoðaðir, tillögur lagðar fram og kosið. 


Því miður sýnir tölfræðin okkur það að mörg sveitarfélög á landinu hafa ekki sinnt þessu verkefni eins og samningar kveða á um.


Aðalfundur FOSS skorar á sveitarfélögin að  standa við gildandi kjarasamninga og gefa stofnunum rými til að klára þetta verkefni.

 

Næstu fréttir

Fyrir þá sem vilja fræðast