FOSS

Gilda frá 21. maí 2015

 

Nafn félags og hlutverk

1. gr.

Nafn félagsins er FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu. Heimili þess og varnarþing þess er á Selfossi.

Félagið er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og skiptist í tvo hluta, opinberan hluta (O-hluta) og almennan hluta (A-hluta).


Í O-hlutanum eru einstaklingar sem aðild eiga á grundvelli 1. til 3. töluliðs 3. gr. laga þessara. Um starfsemi O-hluta félagsins gilda lög nr. 94/1986 við gerð kjarasamninga.


Í A-hlutanum eru einstaklingar sem aðildarrétt eiga á grundvelli 4. töluliðs 3. gr. laga þessara. Um starfsemi A-hluta félagsins gilda lög nr. 80/1938 við gerð kjarasamninga.


Félagssvæði FOSS nær yfir Árnes- Rangárvalla og Skaftafellssýslur.

 

2. gr.

Félagið er stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga á Suðurlandi og annarra opinberra

starfsmanna er taka laun samkvæmt kjarasamningi FOSS.


Tilgangur félagsins er m.a.:

a) (að fara með fyrirsvar félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd

félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varða.


b) að gæta hagsmuna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi

hvers konar. Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna.


c) að vinna að samstöðu félagsmanna.


d) að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.


Félagið tekur ekki afstöðu til stefnu stjórnmálaflokka.

 

Félagsaðild

 3. gr.

 Rétt til inngöngu í félagið eiga:

 Einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra á félagssvæðinu.


 Einstaklingar sem starfa hjá stofnunum ríkisins á félagssvæðinu sem áður voru stofnanir sveitarfélaga.

 Einstaklingar, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum á félagssvæðinu sbr. 2. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.


 Einstaklingar sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðinu sem starfa í almanna þágu, enda hafi viðkomandi stofnun eða starfsemi áður verið á vegum sveitarfélags, ríkis eða sjálfseignarstofnunnar.


 Einstaklingur sem uppfyllir eitthvert af ofannefndum skilyrðum til þess að geta orðið félagsmaður og greiðir félagsgjald til félagsins, telst félagsmaður

 Stjórninni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessari grein.

 

4. gr.

 Hver sá félagi er segir upp starfi og hættir að þiggja laun samkvæmt kjarasamningum FOSS missir öll félagsréttindi frá sama tíma. Félagsmaður sem lætur af starfi á aldurstakmörkum eða vegna veikinda og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur áunnum réttindum í sjóðum félagsins, en skal vera gjaldfrjáls. Félagar geta óskað þess að stjórn félagsins hafi afskipti af ráðningarkjörum, starfskjörum, eftirlaunum, brottvikningum og öðru því sem máli skiptir í samræmi við tilgang félagsins. Verði félagsmenn atvinnulausir, skulu þeir halda félagsaðild og þeim réttindum sem er á færi félagsins að veita á meðan þeir eru atvinnulausir og er sannanlega ekki með félagsaðild að öðru stéttarfélagi.

 

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg tilkynning til stjórnar og öðlast hún gildi þegar liðnir eru 3 mánuðir frá því að tilkynning berst til stjórnar félagsins. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur, heldur frestast gildistaka hennar þar til verkfalli lýkur.

 

Rísi deila um lögmæti uppsagnar félagsmanns úr starfi telst hann þó félagsmaður þar til hún er til lykta leidd.

 

Halda skal aukaskrá yfir einstaklinga sem ekki eru félagsmenn en greiða gjald til félagsins skv. 2. mgr. 7. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

 

5. gr.

 Allir félagar eru skyldir að hlýða lögum félagsins. Þyki sannað að félagsmaður hafi framið alvarlegt brot á lögum þessum eða vísvitandi valdi félaginu tjóni, getur aðalfundur vikið honum úr félaginu en til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

Félagsmönnum er skylt að gefa stjórn félagsins allar nauðsynlega upplýsingar í samræmi við tilgang félagsins.

 

Stjórn og stjórnarstörf

 6. gr.

Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður og sex meðstjórnendur er skulu kosnir úr hópi félagsmanna til tveggja ára í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega. en sex meðstjórnendur skulu kosnir þannig að þrír eru kjörnir hvert ár.

 

Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann og ritara

 

Kjörnefnd gerir tillögu um stjórnarmenn úr röðum almennra félagsmanna. Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að tillögu félagsmanna um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja kriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild

 

Kjör stjórnar

 

Kosning stjórnar fer fram við allsherjaratkvæðagreiðslu. Kjörstjórn skal senda

félagsmönnum kjörgögn. Við frágang kjörgagna skal hafa hliðsjón af því sem tíðkast við utankjörfundarkosningu til Alþingis. Kosning skal standa yfir í a.m.k. 15 daga og skal lokið tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Atkvæði sem berast kjörstjórn eftir þann tíma, skulu ógild.

 

Kjörseðill skal vera tvískiptur þannig:

 

1. hluti fyrir formannskjör.

2. hluti fyrir kjör meðstjórnenda.

 

Nöfnum frambjóðenda skal raða í stafrófsröð: Tilgreina skal vinnustað frambjóðenda og starfsheiti.

 

7. gr.

Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórnarfundi og stjórnar þeim, auglýsir félagsfundi og skipar fundarstjóra. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari heldur gerðarbók og færir í hana ágrip af því sem gerist á stjórnar- og félagsfundum. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar er mættur. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum.

 

Ef fjórir stjórnarmenn krefjast þess skriflega, að haldinn sé stjórnarfundur til þess að taka fyrir eitthvert tiltekið mál, skal formaður verða við þeirri beiðni innan þriggja sólarhringa. Sinni formaður ekki slíkri kröfu innan tilgreinds frests, er stjórnarmönnum heimilt að boða til stjórnarfundar með eins sólarhrings fyrirvara

 

8. gr.

Stjórninni er heimilt að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna um þau mál sem þykja mikilsvarðandi fyrir félagið. Á undan slíkri atkvæðagreiðslu skal halda almennan félagsfund og málið skýrt fyrir félagsmönnum.

 

Fundir

9. gr.

Boða skal til félagsfundar svo oft sem stjórnin telur þörf á. Þá getur 1/3 hluti félagsmanna skriflega krafist þess að almennur félagsfundur verði haldinn og skal þá tilgreina fundarefni. Er þá formanni skylt að boða til fundar innan 7 daga frá því að honum barst krafan.

 

10. gr.

Félagsfundi skal boða með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Jafnframt skal tilgreina fundarefni í fundarboði. Aðalfundur jafnt og almennir félagsfundir eru lögmætir sé til þeirra boðað skv. fyrirmælum þessarar greinar. Takist ekki að ljúka fundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsfundar svo fljótt sem kostur er.

 

11. gr.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins. Skal hann haldinn eigi síðar en 31. maí ár hvert. Sérstök verkefni aðalfundar eru:

 

 

Formaður flytur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Lagðir eru fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.

Skýrslur nefnda

Tillögur til lagabreytinga enda hafi þær borist stjórninni fyrir lok marsmánaðar.

Tekin ákvörðun um árgjöld félagsins.

Úrslit allsherjaratkvæðagreiðslu í stjórnarkjöri kynnt

Kosnir 2 fulltrúar í Fræðslusjóð FOSS til tveggja ára.

Kosin kjörnefnd þriggja manna og þriggja til vara til tveggja ára. Stjórn félagsins er ekki kjörgeng í nefndina

Kosnir 2 skoðunarmenn félagsreikninga og 1 til vara.

Kosning fulltrúa á þing BSRB. það ár sem þing fer fram.

Kosning þriggja manna í orlofsnefnd til tveggja ára. Stjórn félagsins er ekki kjörgeng í nefndina

Önnur mál sem fram koma á fundinum.

 

Fundum skal stjórnað skv. almennum fundarsköpum. Við afgreiðslu almennra mála nægir einfaldur meirihluti. Við breytingar á lögum og reglum félagsins, en þær má aðeins gera á aðalfundi, þarf 3/4 hluta greiddra atkvæða fundarmanna til þess að lögmætar séu. Ef fleiri en einn fá sama atkvæðamagn við kosningu, skal hlutkesti ráða úrslitum.

 

Fjármál

13. gr.

 

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins, greiða félagsmenn árgjald til þess skv. ákvörðun aðalfundar og skal miðast við hundraðshluta allra launa. Árgjald til BSRB skv. ákvörðun bandalagsþings er innifalið í félagsgjaldi.

 

Trúnaðarmenn

14. gr.

Á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 eða fleiri félagsmenn, skal í októbermánuði fara fram val trúnaðarmanns er síðan skal tilkynnt félagsstjórn. Velja má annan til vara, sbr. lög nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Berist eigi tilkynning um val fyrir 1. desember, skal félagsstjórn skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynna það félögum á vinnustaðnum.

 

Félagsstjórn setur trúnaðarmönnum starfsreglur. Trúnaðarmenn sem kjörnir eru eða skipaðir skv. framanskráðu, mynda ásamt stjórn og varastjórn trúnaðarmannaráð.

 

Slit félagsins

15. gr.

Komi fram tillaga um að leysa félagið upp, verður hún eigi tekin til greina nema hún sé studd hið minnsta af 1/4 hluta félagsmanna. Skal þá höfð um hana allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu.

 

Tillagan telst því aðeins samþykkt að hún hljóti 2/3 hluta greiddra atkvæða. Verði félagið leyst upp, ber aðalfundi að ráðstafa eignum þess og skjölum til varðveislu.

Nafn Titill Netfang
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIRSTJÓRNARMAÐURingibjorg@foss.bsrb.is
ELVA BJÖRK ÁRNADÓTTIRSTJÓRNARMAÐURelva@foss.bsrb.is
SIGURJÓN PÉTUR GUÐMUNDSSONSTJÓRNARMAÐURsigurjon@foss.bsrb.is
HELGA KOLBEINSDÓTTIRSTJÓRNARMAÐURhelga@foss.bsrb.is
SVALA ÓSK SÆVARSDÓTTIRRITARIsvala@foss.bsrb.is
BIRNA KJARTANSDÓTTIRVARAFORMAÐURbirna@foss.bsrb.is
ÁRNÝ ERLA BJARNADÓTTIRFORMAÐURarny@foss.bsrb.is

FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu

FOSS er eitt af aðildarfélögum BSRB og Samflots.

FOSS er með sjálfstæðan samningsrétt gagnvart viðsemjendum sínum sem eru sveitarfélög, stofnanir þeirra og fjármálaráðuneytið en getur einnig samræmt áherslur sínar í kjarasamningum með öðrum aðildarfélögum BSRB og Samflots.


Tilgangur félagsins er;

að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

að gæta hagsmuna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hverskonar.

að vinna að samstöðu félagsmanna.

að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og annara samtaka launafólks.

að stuðla að því að sérhver félagsmaður sé virtur sem sjálfstæður einstaklingur og fái notið hæfileika sinna.


Fræðsla- og upplýsingamál

Á sviði fræðslu- og upplýsingamála leggur FOSS áherslu á;

að skipuleggja fræðslu stjórnar- og trúnaðarmanna

að skipuleggja stærri átaksverkefni og fylgja eftir símenntun félagsmanna sinna

að taka virkan þátt í nefndum og ráðum þar sem fjallað er um endurmenntun og vera þannig þátttakandi í að móta stefnu á því sviði.

að annast útgáfu kjarasamningua, fréttabréfa, sem og öðru fræðsluefni er nýtist félagsmönnum.


Orlofsmál:

FOSS leggur metnað sinn í fjölbreytileika í orlofsmálum eftir því sem kostur er.

samþykkt á 295. fundi stjórnar FOSS

Starfsmenn

Nafn Starfstitill Símanúmer
Rakel ÞórðardóttirStarfsmaður FOSSrakel@foss.bsrb.is
Árný Erla BjarnadóttirFormaður FOSSarny@foss.bsrb.is