FOSS

Allir styrkir, aðrir en fræðslustyrkur. Notið linkinn hér fyrir neðan. 

 

Styrktarsjóður BSRB

Bjarg íbúðafélag opnar fyrir skráningu á biðlista 

 

 

Skráning á sér eingöngu stað rafrænt á "mínar síðurheimasíðu Bjargs (bjargibudafelag.is). 

 

Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Fullgildir félagsmenn sem eru tímabundið frá vinnu, í allt að 12 mánuði, vegna fæðingarorlofs eða veikinda halda réttindum sínum. Námsmenn, sem jafnframt eru virkir á vinnumarkaði en sem eiga sjálfstæðan rétt til þess að sækja um íbúðir í húsnæðisfélögum námsmanna eftir þeim reglum sem þar gilda, eiga ekki jafnframt rétt hjá Bjargi meðan á námi stendur. Nánar má sjá um skilyrði ofl. í úthlutunarreglum félagisins. 

Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

 

Hver eru tekju– og eignamörkin

Bjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Í lögunum eru tilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu, skulu árstekjur leigjenda almennra íbúða ekki nema hærri fjárhæð en:

5.105.000 kr. ári (eða 425.417 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.

7.148.000 kr. á ári (eða 595.667 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.

1.276.000 kr. á ári (eða 106.333 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

Hámarks heildareign heimilis má ekki vera hærri en 5.510.000 kr.            

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara 25-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

 

Hvenær verða íbúðirnar tilbúnar?

Áætlað er að afhending fyrstu íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði í júní 2019. Þessi verkefni eru þegar farin af stað:

155 íbúir í Spöng í Grafarvogi 

83 íbúðir í Úlfarsárdal. 

Reiknað er með að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá félaginu í lok 2018 og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. 

Íbúðir í fyrsta áfanga í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Þorlákshöfn og Sandgerði. Viðræður eru við sveitafélög víðar á landinu.

 

Sótt er um íbúð hjá Bjargi í tveimur skrefum

  1. Í fyrsta skrefi skráir umsækjandi sig inn á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi. Eingöngu er tekið við skráningum rafrænt í gegnum "mínar síður" á heimasíðu Bjargs, bjargibudafelag.is
  2. Í öðru skrefi sendir umsækjandi inn umsókn í ákveðna staðsetningu.Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs.Sótt er um ákveðna íbúðartegund/íbúðarstærð sem hentar út frá fjölskyldustærð og í tilteknu húsi. Ekki er hægt að velja ákveðnar íbúðir sérstaklega.

 

Ábyrgð umsækjenda

Umsækjendur bera sjálfir ábyrgð á að þeir uppfylli öll skilyrði um úthlutun svo skoða þarf vel hver þau skilyrði eru í úthlutunarreglum Bjargs, 1. gr. Ekki er staðfest fyrr en við úthlutun hvort umsækjandi uppfylli í reynd öll skilyrði fyrir úthlutun.

Við skráningu á biðlista þarf umsækjandi að greiða skráningargjald skv. gjaldskrá.  Skráningu á biðlista þarf umsækjandi að staðfesta árlega með því að greiða staðfestingargjald. Gjöld þessi eru óafturkræf.

Staða umsækjanda á biðlista er fyrst virk þegar búið að er að greiða skráningargjaldið og frá þeim tíma sem það er greitt. 

 

Nánari upplýsingar á heimsíðu félagsins, www.bjargibudafelag.is.




Hér að neðan er að finna algengustu spurningar sem þú kannt að hafa


Þú þarft að vera orðinn 18 ára, skráður og virkur á biðlista hjá Bjargi og með skráða umsókn. Þú þarft að hafa verið félagsmaður aðildarfélaga ASÍ eða BSRB að lágmarki sl. 24 mánuði miðað við úthlutun og vera virkur á vinnumarkaði. Þú þarft að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu og greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara umfram 25%-30% af heildartekjum að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

Þú átt að sjá á launaseðli í hvaða stéttarfélagi þú ert. Bæði vinnuveitandinn þinn og stéttarfélagið getur sagt til um hversu lengi þú hefur verið félagsmaður.

Þú skráir þig á biðlista í gegnum “mínar síður”, þú staðfestir að þú uppfyllir skilyrði fyrir úthlutun og greiðir skráningargjald. Þú berð sjálfur ábyrgð á því að vita að þú uppfyllir öll skilyrði fyrir úthlutun og það þarf því að skoða vel. Bjarg skoðar ekki fyrr en við úthlutun hvort viðkomandi upplýsingar séu réttar. Vertu því viss um stéttarfélagsaðildina og að þú standist tekju- og eignamörkin ásamt því að lesa úthlutunarreglurnar vel áður en þú greiðir skráningargjaldið og skráir þig á biðlistann. Skráningu á biðlista þarf að endurnýja á 12 mánaða fresti og greiða staðfestingargjald. Skráningar- eða staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Til að hægt sé að taka tillit til barna kærasta þíns í umsókninni þurfið þið að vera skráð í sambúð og auk þess þarf hann að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum. Skila þarf inn staðfestingu á sameiginlegu forræði á skrifstofu Bjargs (fengið hjá Sýslumanni) þegar úthlutun til þín kemur til greina og Bjarg fer í að staðfesta allar upplýsingar. Ef þið kærastinn eruð ekki í sambúð, en hann er með sameiginlegt forræði, er ekki hægt að skrá börnin með í umsóknina enda ekki hægt að para ykkur saman.
Já, það getur gengið en staðfesta þarf tenginguna með greinilegum hætti. Þú skráir hana þá sem ”annar fjölskyldumeðlimur” í umsókninni þinni og í skýringu þarf að koma fram hver tengingin er, t.d. mamma leigutaka. Þá þarf að skila inn staðfestingu á tengingunni sem í þessu tilfelli væri fæðingarvottorð leigutaka þar sem hægt er að sjá hver móðir leigutaka er.

Þú myndir skrá hana undir “annar fjölskyldumeðlimur” í umsókninni þinni og í skýringu þá "barn, 20 ára eða eldra". Lög um almennar íbúðir miða við að aldur barna á heimili miðist við 19 ára og yngri svo ekki er litið til þeirrar skráningar varðandi forgang. Það þýðir að ef umsækjandi er um sömu íbúð og er með barn sem er 19 ára eða yngra þá fengi sá umsækjandi úthlutunina.

Nei, því miður. Eingöngu er úthlutað til núverandi félagsmanna aðildarfélaga ASÍ eða BSRB sem eru á vinnumarkaði og hafa verið félagsmenn að lágmarki sl. 24 mánuði.

Húsnæðið er í því ástandi sem almennt er talið fullnægjandi. Eldavél fylgir (ofn og eldavélahellur) og einnig er háfur en önnur tæki þarft þú sjálfur að útvega. Þ.e. þú þarft sjálfur að koma með þinn ísskáp, þvottavél og annað sem þú kýst að hafa. Fataskápur er í hjónaherbergi og í íbúðinni eru geymsluskápar.

Það er alltaf hægt að gera breytingar á skráningunni á biðlista. Hins vegar er ekki hægt að gera breytingar þegar umsóknin í íbúð hefur verið send inn. Ef það er tilfellið getur þú þó gert breytingu á skráningu á biðlista sem gildir þá í næsta skipti sem þú sækir um íbúð.

Til að skrifa undir leigusamning þarftu að koma á skrifstofu Bjargs, 2. hæð á Kletthálsi 1 í Reykjavík á milli klukkan 09.00 og 16.00. Best er að koma sem fyrst eftir að íbúðarúthlutun hefur verið samþykkt en þó aldrei seinna en þremur mánuðum fyrir afhendingu. Athugið að maki/sambýlisaðili þarf einnig að skrifa undir leigusamninginn. Þá þarf 3ja mánaða trygging að liggja fyrir við undirritun leigusamnings (athugið að staðfestingargjaldið sem greitt var við úthlutun gengur upp í trygginguna og hún lækkar því sem því nemur).

Bjarg stendur fyrir húsnæðisöryggi, svo engum er sagt upp leigu þrátt fyrir að tekjur hækki. Hins vegar tala lögin um að heimilt sé að hækka leigugjaldið hafi tekjur og eignir verið yfir skilgreindum tekju- og eignamörkum síðastliðin þrjú almanaksár og bætist þá álag á leigugjaldið. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25%-30% af heildartekjum leigjenda að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

Já, leigutakar hjá Bjargi sem þurfa af sérstökum ástæðum stærri eða minni íbúð geta sótt um flutning. Það gerir þú í gegnum „mínar síður“. Til að geta óskað eftir flutningi þarf leigutaki þó að hafa búið í húsnæðinu að lágmarki í tvö ár og uppfylla öll almenn skilyrði um úthlutun.

Já, það er ekkert því til fyrirstöðu að sækja um íbúð á fleiri stöðum en einum ef þú ert skráður á biðlista. Hins vegar fellur umsókn þín niður á öllum listum fáir þú úthlutun og samþykkir hana. Það er ekki innheimtur kostnaður við umsóknir en greiða þarf skráningargjald við biðlistaskráninguna, skráningin gildir í 12 mánuði.

Það má ekki vera með gæludýr nema í ákveðnum íbúðum sem Bjarg hefur skilgreint sérstaklega fyrir gæludýrahald. Þú getur s.s. sótt um að fá úthlutaðri íbúð sem heimilar gæludýrahald en hafa þarf í huga við slíka umsókn að þær íbúðir eru hlutfallslega fáar og reikna má með lengri biðtíma. Þá þarf að leggja fram skráningu/leyfi á skráningarskyldum gæludýrum og þau skulu ávallt haldin þannig að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Þá geta þeir umsækjendur sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir dýrahaldi, t.d. vegna ofnæmis, merkt við í sinni umsókn að þeir kjósi að vera í húsi þar sem gæludýrahald er með öllu bannað.

Já, skila þarf inn leigutryggingu sem jafngildir 3ja mánaða leigu. Trygging þessi þarf að liggja fyrir við undirritun leigusamningsins, þ.e. eigi síðar en þremur mánuðum áður en þú færð íbúðina afhenta. Staðfestingargjaldið, sem þú greiðir í upphafi til að staðfesta boð um íbúð, gengur upp í tryggingargjaldið og lækkar það sem því nemur. Leigutaki getur einnig valið að kaupa tryggingu í gegnum viðurkenndan aðila og gengur þá staðfestingargjaldið upp í fyrstu leigugreiðslu.

Umsókn um íbúð gerist í tveimur skrefum og gerist rafrænt á heimasíðu Bjargs í gegnum „mínar síður“. Fyrst skráir umsækjandi sig inn á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi. Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þeir sem skrá sig fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður umsækjendum sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með útdrætti. Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsóknar sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf umsækjandi að senda inn umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun, hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs, sbr. gr. 4 í úthlutunarreglum.

Námsmenn, sem jafnframt eru virkir á vinnumarkaði en eiga sjálfstæðan rétt til þess að sækja um íbúðir í húsnæðisfélögum námsmanna eftir þeim reglum sem þar gilda, eiga ekki jafnframt rétt hjá Bjargi meðan á námi stendur.

Já, fullgildir félagsmenn sem eru tímabundið frá vinnu, þ.e. í allt að 12 mánuði, vegna fæðingarorlofs eða veikinda halda réttindum sínum.

Mannauðssjóður Samflots bæjarstarfsmannafélaga er ætlað að styrkja sveitafélög í símenntunarmálum starfsmanna sinna. 

 

Mannauðssjóður Samflot

Aðild að Kötlu félagsmannasjóði eiga eingöngu starfsmenn sveitafélaga sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB, þar með talið FOSS. Einnig eiga aðild að sjóðnum starfsmenn hjá Hjallastefnunni og þeir starfsmenn hjá sjálfseignarstofnunum sem eru með ákvæði um Félagsmannasjóð í kjarasamningi. Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að nálgast á heimsíðu sjóðsins á link hér fyrir neðan. 

Til þess að skrá sig inn á síður sjóðsins þar að hafa rafræn skilríki eða íslykil. 

Katla félagsmannasjóður