FOSS

Umsókn í fræðslusjóð

Rusl-vörnUmsóknum er svarað eins fljót og auðið er. 


Hlutverk sjóðsins er að gera fólki kleift að endurmennta sig í starfi.

Nefndin hefur fengið marga fyrirlesara og hafa þá allir félagsmenn átt kost á að koma.

 

Nefndarmenn 2018 - 2019 eru:

Sigurjón Pétur Guðmundsson formaður (úr stjórn FOSS)

Sveinbjörn Guðlaugsson

Aðalbjörg Kristín Kristinsdóttir

Verklagsreglur Fræðslusjóðs FOSS

 

  • Fræðslusjóður starfar samkvæmt stefnu og verksviði FOSS.
  • Lög félagsins 11. grein liður 7, „kosnir 2 fulltrúar í Fræðslusjóð FOSS til tveggja ára".
  • Einn fulltrúi er kosinn af stjórn sem gegnir jafnframt formennsku í sjóðnum.Starfsmaður FOSS er einnig starfsmaður Fræðslusjóðs.
  • Tekjur sjóðsins eru samningsbundin gjöld launagreiðanda.
  • Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til náms svo þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar í starfi. Einnig eru veittir styrkir til náms sem ekki tengjast starfi félagsmannsins
  • Sömu reglur gilda um Vísindasjóð og Fræðslusjóð.
  • Á sviði fræðslu- og upplýsingamála leggur FOSS áherslu á: að skipuleggja fræðslu stjórnar- og trúnaðarmanna.

 

Úthlutunarreglur

1.gr. Sótt er um rafrænt á heimasíðu FOSS.


2.gr. Úthlutun úr sjóðnum fer fram mánaðarlega


3.gr. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna. Með umsókn skal senda greinargóða lýsingu á náminu og upplýsingar um hvernig námið nýtist í starfi. Umsækjandi sem skilar inn ófullkomnum upplýsingum eða röngum ber áhættuna af því að umfjöllun tefjist eða að umsókninni verði hafnað.


 4.gr. Kostnaður umsækjanda við nám, námskeið, námsstefnur, ráðstefnur eða sambærilega þekkingaröflun sem tengja má starfi hans og flokka má undir starfs- eða endurmenntun er styrkhæf.

  

5.gr. Hámarksupphæð styrks úr Fræðslusjóði ef félagsaðild er undir 5 árum er kr. 90.000.-á ári eða kr. 180.000.- á hverju tveggja ára tímabili. Ef félagsaðild er yfir 5 ár þá er styrkurinn kr. 120.000 á ári eða kr. 240.000 á hverju tveggja ára tímabili.

Sumarafleysingfólk þarf að hafa verið í 9 mánuði í starfi þó ekki samfellt til að fá úthlutun. Þeim sem greitt hefur verið af að lágmarki í 6 mánuði til sjóðsins geta sótt um styrk . Að öðru leyti fá umsækjendur úthlutað eftir starfshlutfalli.

Úr Vísindasjóði er greitt að hámarki kr. 240.000.- árlega eða kr. 465.000.- á hverju tveggja ár tímabili. Upphæðirnar taka gildi 1.1.2019

  

Viðbót við 5.gr. Ef sótt er um styrk í Fræðslusjóð vegna námsferða innan- eða utanlands þarf að koma bréf frá viðkomandi stofnun um tilgang og markmið ferðar auk nafnalista árituðum af yfirmanni. Auk þess þarf að koma staðfesting frá þeirri stofnun sem heimsótt er, afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs ferðakostnaðar. Styrkurinn er eingöngu ætlaður þeim sem hafa ekki aðild að Mannauðssjóði eða sambærilegum sjóðum. Styrkurinn er kr. 60.000.- á tveggja ára tímabili eða kr. 30.000.- árlega. Þetta á eingöngu við dvalarheimili og stofnanir sem ekki hafa aðgang að mannauðsjóði.

 

6.gr. Greiðslur út sjóðnum fara fram gegn afhendingu frumrits reiknings.

 

7.gr. Einungis félagsmenn FOSS geta fengið styrk úr sjóðnum. Þeir þurfa að hafa verið félagsmenn í að minnsta kosti 6 mánuði. Heimilt er að telja hvern mánuð eftir það.

Áunnin réttindi innan félaga BSRB haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli aðildarfélaga.

  

8.gr. Umsækjandi þarf að vera í starfi bæði þegar hann sækir um styrk og notar hann, nema styrkurinn varði endurhæfingu þar sem staða umsækjanda hefur verið lögð niður eða umsækjandi veikist eða hafi orðið fyrir slysi.

  

9.gr. Umsækjandi sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á s.l. 2 árum getur að hámarki hlotið styrk sem nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksupphæð sbr. 5.gr.

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér sinn rétt síðustu 5 ár eiga rétt á styrk að 400.000,- fyrir eitt samfellt nám/námskeið samkvæmt reglum sjóðsins.

  

10.gr. Ef styrksloforðs er ekki vitjað innan 6 mánaða frá afgreiðslu umsóknar fellur styrkurinn niður.

  

11.gr. Stjórn sjóðsins er aðeins heimilt að samþykkja umsóknir vegna starfsnáms á yfirstandandi reikningsári hverju sinni.

  

12.gr. Styrkur vegna aukinna ökuréttinda s.s. vinnuvélapróf, meirapróf kr. 100.000,- en styrkurinn greiðist þó aðeins einu sinni. Styrkur vegna endurmenntunar fyrir aukim ökuréttindi er 50.000,- hægt er að sækja um styrkinn á fimm ára fresti. 

 

13.gr. Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

 

14.gr. Styrkur til kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift allt að 90%. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum.

 

15.gr. Styrkur fyrir lestrargreiningu um 90%. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

 

16.gr Hægt er að sækja um styrk vegna náms sem ekki tengist starfi félagsmanns tvisvar á ári og fer sú úthlutun fram í júní og desember. 


17.gr. Félagsmenn í fæðingarorlofi eða atvinnuleit geta nýtt sér áunninn rétt ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi/atvinnuleit stendur.

 

18.gr. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af kjörnum skoðunarmönnum FOSS. Skrifstofa FOSS sér um bókhald, innheimtir tekjur hans og innir af hendi greiðslur úr sjóðnum.

  

19.gr. Á aðalfundi FOSS skal stjórn sjóðsins gera grein fyrir störfum sínum s.l. starfsár.