FOSS

white exit symbol
Fréttir
/

7. sep  2022

Aðalfundur FOSS var haldin 6. september

Í gær, 6. september 2022 var aðalfundur FOSS haldinn.

Eftir lestur skýrslu stjórnar og lestur á ársreikningum félagsins var kosið í stjórn og nefndir hjá FOSS.

Árný, Svala, Sigurjón og Helga hlutu endurkjörin í stjórn FOSS. Auk þess var Ingibjörg Guðmundsdóttir kosin í stjórn FOSS. Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir gengur út úr stjórninni og þökkum við henni vel setu hennar í stjórn FOSS. 

Í orlofsnefnd var Linda B. Perludóttir endurkjörin auk þess sem Vaka Rúnarsdóttir var kosin í orlofsnefndina í staðin fyrir Ingibjörgu Guðmundsdóttir.

Hrefna M. Hagbarðsdóttir var endurkjörin í fræðslunefnd FOSS. Í kjörnefnd var Heiða Sólvei Haraldsdóttir kjörin í staðin fyrir Rósu Sif Jónsdóttur. Varamenn í kjörnefnd eru Kristján G. Guðlaugsson, Björn E. Grétarsson og Sigríður Ó. Harðardóttir. Skoðunarmenn reikninga eru Svanhildur Pétursdóttir og Rósa Sif Jónsdóttir. 

Eftir kosningarnar var happdrætti sem Helga Kolbeinsdóttir, stjórnamaður stýrði. Fundinum var því næst slitið. Andri Ívars kom að fram og skemmti fundarmönnum með uppistandi og tónlist.