20.nóv. 2024 -
Jólakonfekt 2024
Jólin eru rétt handan við hornið og kominn tími á hið árlega jólaföndur FOSS.
Í ár ætlum við að bjóða upp á námskeið í konfektgerð hjá honum Halldóri K. Sigurðssyni.
Námskeiðið verður þann 4. desember kl. 17:30 í sal Karlakórs Selfoss, Eyravegi 67, önnur hæð.
Halldór fræðir okkur um konfektgerð og kennir okkur réttu handtökin.
Hver þátttakandi lærir að búa til sitt eigið konfekt með fyllingu.
Námskeiðið tekur um 2 klst.
Jólaföndrið er frítt fyrir félaga í FOSS og verður boðið upp á hressingu meðan á námskeiðinu stendur.
Skráning með tölvupósti í netfangið foss@foss.bsrb.is
Takmarkaður fjöldi kemst að. Fyrstur kemur fyrstur fær.