21.nóv. 2024 -
Förðunarnámskeið í desember.
FOSS bíður félögum upp á frítt námskeið í förðun.
Lísbet Dögg Guðnýjardóttir förðunarfræðingur ætlar að fara yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að förðun.
Húðumhirða, litaval, þrif á burstum auk annara mikilvægra atriða er koma að förðun.
Meðal annars ætlar Lísbet að kenna okkur hvernig hægt er að breyta hversdagsförðun yfir í kvöldförðun.
Þátttakendum stendur til boða að koma með sínar förðunarvörur og Lísbet fer yfir þær með viðkomandi ef það eru einhverjar spurningar eða þátttakendur vilja ráðgjöf.
Námskeið verður þann 2. desember frá kl. 18:00 á skrifstofu FOSS, Eyraveg 27, Selfossi.
Skráning í netfang foss@foss.bsrb.is fyrstur kemur fyrstur fær.
Starfsfólk FOSS