13.apr. 2022 -

Stjórnar- og nefndarstörf

Hefur þú áhuga að vinna að verkalýðsmálum ?

Ef svo er þá er tækifæri núna.

Félagsmenn geta skilað inn tilnefningum í stjórn félagsins og verða 
minnst 25 félagsmenn að standa að baki hverrar tilnefningar.  
Skilafrestur er til 13. maí nk.  Allar tillögur skulu vera skriflegar.

Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti 
vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja 
skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti 
telst tillaga um hann ógild.

Tillögum skal skila á skrifstofu FOSS Eyravegi 27 Selfossi.


Kjörnefnd