16.jan. 2020 -
Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu samanstendur annars vegar af þrepaskiptum tekjuskatti, sem rennur til ríkissjóðs, og hins vegar af meðalútsvari sveitarfélaganna. Skattþrep í staðgreiðslu 2020 verða eftirfarandi:
1. þrep af tekjum 0 - 336.916 kr. 35,04%
2. þrep af tekjum 336.917 - 945.873 kr. 37,19%
3. þrep af tekjum yfir 945.873 kr 46,24%
Persónuafsláttur frá janúar 2020 verður 54.628 krónur á mánuði.