Fréttir

 • Fræðslusjóður úthlutun

  Fundur var haldinn í Fræðslusjóði FOSS fimmtudaginn 24. nóvember 2016 Sjóðnum bárust sextán umsóknir, þrettán voru samþykktar og þrjár voru lagðar til afgreiðslu í desember.  Næsti fundur verður haldinn í desember 2016. Stjórn Fræðslusjóðs  

  Nánar [+]
 • Desemberuppbót 2016

  Desemberuppbót 2016 er krónur 106.250,- miðað við 100% starfshlutfall annars hlutfallslega af því. Sérákvæði FOSSStarfsmenn sem voru ráðnir fyrir 29. maí 2005 og voru þá að störfum skal greiða krónur 115.900,- miðað við 100% starfshlutfall annars hlutfallslega af því.

  Nánar [+]
 • Jólaföndur   Nú eru jólin rétt handan við hornið og komin tími á hið árlega jólaföndur FOSS. Í ár verða tvennskonar námskeið í boði. Annars vegar verður boðið upp á málningu á drykkjarkönnur. Tvö námskeið verða mánudaginn 28. nóvember, fyrra kl 17:00 og seinna kl. 19:00. Námskeiðið er ca 1,5 klukkutími.    Hins vegar verður boðið upp á nammikransagerð og verða einnig tvenn námskeið í því þriðjudaginn 29. nóvember, fyrra kl 17:00 og seinna kl 19:00.     Skráning fer fram í tölvupósti á foss@foss.bsrb.is og lýkur skráningu sunnudaginn 20. nóvember. Öll námskeiðin verða á skrifstofu FOSS og þarf ekki að taka neitt með sér nema góða skapið og hugmyndaflug. Námskeiðið og efni eru í boði FOSS.

  Nánar [+]

Við erum á Facebook!

Hugmyndabox

Sendu hugmyndirnar þínar eða ábendingar til FOSS!

Skrá

Um FOSS

Stöndum vörð um hagsmuni félagsmanna okkar.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum. Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss. Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu.

FOSS spurt og svarað

FOSS spurt og svarað Nánar [+]

Gagnlegir vefir

Gagnlegir vefir Nánar [+]