FOSS

white exit symbol
Fréttir
/

5. sep  2019

Samningaviðræður 2019

Það er helst að frétta að verið er að ræða saman.

Aðal umræðuefnið er stytting vinnuvikunnar og þá aðallega hjá vaktavinnufólki og sérstaklega hjá þeim sem vinna næturvaktir.

Annað stórt viðfangsefni eru ný lög sem tóku gildi 1. júlí s.l. og kveða á um að ekki megi mismuna fólki eftir aldri en fjöldi orlofsdaga hafa hingað til farið eftir lífaldri. Þessu þarf nú að breyta og okkur er auðvitað mikið í mun að breytingarnar verði sem mest okkar fólki í hag og enginn hljóti skerðingar vegna þessa.

Samningsaðilar fengu friðhelgi til 15. september til samningagerða svo vonandi getum við komið með stöðu mála þá.