FOSS

white exit symbol
Fréttir
/

27. maí  2020

Breytingar á hóteltilboðum fyrir félaga FOSS

Hótel Edda verður bara með 3 hótel í sumar.
Hótel Edda Akureyri,
Hótel Edda Egilsstaðir
Hótel Edda Höfn.
Það er sama verð á herbergi með handlaug eða herbergi með handlaug og baði. Það er ekkert aukagjald við að taka herbergi með baði.
Icelandair Hotels framlengja tímabil gistimiða til 31. maí 2021
Nánari upplýsingar á orlofsvefnum.


Íslands hótel sem reka Grand hótel, Foss hótelin, Reykjavík Cetrum og fleiri hótel að loka nokkrum hótelum sínum. Því er bara hægt að bóka herbergi í sjö hótelum á þeirra vegum. Þetta eru hótelin :
Grand Hótel Reykjavík,

Fosshótel Jökulsárlón (Glacier Lagoon),
Fosshótel Austfirðir,
Fosshótel Húsavík,
Fosshótel Vestfirðir,
Fosshótel Stykkishólmur
Fosshótel Reykholt.

Það er eins og fyrr að fólk þarf að hringja til að panta sér herbergi. Þannig að þegar á að skipuleggja fríið sitt þá er ágætt að hringja og athuga hvort eitthvert hótelanna sem eru núna lokuð, hafi opnað. Greiða þarf 1 miða fyrir öll herbergin.
Greiða þarf 5000kr/nótt aukalega á Grand Hótel og Fosshótel Jökulsárlón. Morgunmatur innifalinn á öllum hótelum keðjunnar.

Hótel Ísland framlengdi samning sinn við okkur og gildir hann til 31. ágúst 2020.
Morgunverður kostar 1.300,- á mann( miðað við 12 ára og eldri).
Taka þarf fram við bókun að greitt sé með stéttafélagsmiða.

Flugfélagið Ernir eru með 50% afmælis afslátt af öllum fargjöldum í sumar. Endilega skoðið heimasíðunna þeirra. www.ernir.is