Um starfsemina

FOSS

 

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS) er stéttarfélag.  Tilgangur þess er að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um félagsaðild ef starfsmaður er ráðinn á kjarasamningi FOSS og félagsgjöldum er skilað til félagsins.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum.  Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss.  Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu.  Flest sveitarfélögin fela Launanefnd sveitarfélaga samningsumboð sitt en Samninganefnd ríkisins fer með samningsumboð fyrir ríkisstofnanirnar.


 

Félagsmaður í FOSS nýtur m.a. eftirfarandi réttinda:          

 

Kjarasamninga félagsins

 

Réttinda samkvæmt lögum/reglugerðum um réttindi opinberra starfsmanna,  s.s.   veikindaréttar, fæðingarorlofs o.fl. -

 

Styrkja til endurmenntunar úr Fræðslusjóði félagsins

 

Afnota af íbúðum og orlofshúsum ásamt hótelmiðum gegn vægu gjaldi

 

Áunninna réttinda í þeim lífeyrissjóðum sem félagsmenn greiða til

 

Málsvara í réttinda- og álitamálum sem upp kunna að koma

 

Aðgangs að þjónustu sem BSRB veitir félaginu


 

Sjóðir

 • Félagssjóður stendur undir öllum almennum rekstri félagsins og skrifstofunnar.  Tekjur hans eru iðgjöld félagsmanna sem ákveðin eru á aðalfundi.  Úr félagssjóði rennur fast gjald til BSRB og Samflots.  Orlofssjóður stendur undir rekstri orlofsíbúða félagsins ásamt þeim tilboðum sem orlofsnefnd býður uppá hverju sinni. 
 • Í Fræðslusjóð er greitt 0.4% af heildarlaunum félagsmanna.  Ráðstöfun skal miðast við að gefa starfsmönnum kost á námi til að efla þá í starfi.  Þá starfrækir félagið í samvinnu við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, vegna ríkisstarfsmanna innan félagsins, þróunar- og símenntunarsjóð.  Markmiðið með þeim sjóði er að auðvelda stofnunum ríkisins að bjóða upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn sína og geta stofnanir ríkisins sótt í sjóðinn. 
 • FOSS er aðili að Fjölskyldu- og styrktarsjóði BSRB.  Hlutverk hans er tvískipt, annars vegar að bæta þann rétt sem opinberir starfsmenn höfðu áður en lög um fæðingarorlof tóku gildi og hins vegar framlags í styrktarsjóð.  Allar upplýsingar um sjóðinn er að finna  á heimasíðu FOSS. www.foss.bsrb.is

 

Fræðslu- og kynningarmál Fræðslu- og námskeiðahald fyrir félagsmenn, kjörna fulltrúa og trúnaðarmenn er fastur liður í starfi félagsins.   

 Útgáfa. Fréttabréf er gefið út á vegum félagsins ásamt orlofsbæklingi að vori.   Kjarasamningar eru gefnir út að lokinni hverri samningslotu og eru þeir sendir til félagsmanna.

 


 

BSRB

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna.  Alls eiga tæplega þrjátíu stéttarfélög aðild að BSRB og er FOSS eitt þeirra.  Í stjórn BSRB sitja formenn allra aðildarfélaga.  Fulltrúar frá félaginu sitja þing BSRB sem haldið er þriðja hvert ár.

Samflot

Samflot er samstarfsvettvangur bæjarstarfsmannafélaga við gerð kjarasamninga og framkvæmd þeirra, við fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisstarfsmanna og Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga. 

Eins hafa Samflotsfélögin tekið upp frekara samstarf á ýmsum sviðum s.s. í orlofsmálum.


 

 Stefna og verksvið FOSS

 FOSS er eitt af aðildarfélögum BSRB og Samflots

FOSS er með sjálfstæðan samningsrétt gagnvart viðsemjendum sínum sem eru    sveitarfélög, stofnanir þeirra og fjármálaráðuneytið en getur einnig samræmt áherslur sínar í kjarasamningum með öðrum aðildarfélögum BSRB og Samflots.

 

Tilgangur félagsins er

 • að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar
 • að gæta hagsmuna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hverskonar
 •  að vinna að samstöðu félagsmannaað stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og annarra samtaka launafólks
 • að stuðla að því að sérhver félagsmaður sé virtur sem sjálfstæður einstaklingur og fái notið hæfileika sinna

 

 Fræðslu- og upplýsingamál    


     

Á sviði fræðslu- og upplýsingamála leggur FOSS áherslu á 

 • að skipuleggja fræðslu stjórnar- og trúnaðarmanna
 • að skipuleggja stærri átaksverkefni og fylgja eftir símenntun félagsmanna sinna
 • að taka virkan þátt í nefndum og ráðum þar sem fjallað er um endurmenntun og vera þannig þátttakandi í að móta stefnu á því sviði
 • að annast útgáfu kjarasamninga, fréttabréfa  og annars fræðsluefnis sem nýtist félagsmönnum

 

 Orlofsmál


 

FOSS leggur metnað sinn í fjölbreytileika í orlofsmálum eftir því sem kostur er.

Skrifstofa FOSS er að Eyravegi 27, 800 Selfossi.

Opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 09:00 til 16:00

Lokað er á föstudögum

Sími      482 2760
Fax       482 2780
Netfang   foss@foss.bsrb.is 
Heimasíða   http://www.foss.bsrb.is/
Erum á facebook: fossst

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins