Þuríður Jónsdóttir

Ritari
1234567

Ég er fædd 15. janúar 1951, og er því steingeit.  Ég er gift Magnúsi Óskarssyni og eigum við 3 uppkomin börn, og 4 barnabörn.  Ég lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1969.  Við byrjuðum okkar búskap á Selfossi en fluttum hingað í Gnúpverjahrepp árið 1974 og höfum búið hér síðan.  Ég hef unnið ýmis störf en hef verið á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1995 og séð um bókhald og sem launafulltrúi.

Ég byrjaði að starfa fyrir FOSS sem trúnaðarmaður en var svo kosin í stjórn FOSS og hef verið ritari stjórnar frá því árið 2008.  Ég er jafnframt formaður uppstillingarnefndar FOSS.

Áhugamál mín eru söngur, útivist og samvera í góðra vina hópi.