Stefna og verksvið

Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi

 

FOSS er eitt af aðildarfélögum BSRB og Samflots.

 

FOSS er með sjálfstæðan samningsrétt gagnvart viðsemjendum sínum sem eru    sveitarfélög, stofnanir þeirra og fjármálaráðuneytið en getur einnig samræmt áherslur sínar í kjarasamningum með öðrum aðildarfélögum BSRB og Samflots.

 

Tilgangur félagsins er;

 

  • að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

  • að gæta hagsmuna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hverskonar.

  •  að vinna að samstöðu félagsmanna.      

  • að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og annara samtaka launafólks.

  • að stuðla að því að sérhver félagsmaður sé virtur sem sjálfstæður einstaklingur og fái notið hæfileika sinna.

 

Fræðsla- og upplýsingamál         

 

Á sviði fræðslu- og upplýsingamála leggur FOSS áherslu á;  

 

  •  að skipuleggja fræðslu stjórnar- og trúnaðarmanna

  •  að skipuleggja stærri átaksverkefni og fylgja eftir símenntun félagsmanna sinna

  •  að taka virkan þátt í nefndum og ráðum þar sem fjallað er um endurmenntun og vera þannig þátttakandi í að móta stefnu á því sviði.

  •  að annast útgáfu kjarasamningua, fréttabréfa, sem og öðru fræðsluefni er nýtist félagsmönnum.

 

Orlofsmál:

 FOSS leggur metnað sinn í fjölbreytileika í orlofsmálum eftir því sem kostur er.

samþykkt á 295. fundi stjórnar FOSS