Fæðingarorlof

Lög  um fæðingarorlof kveða á um samtals níu mánaða tekjutengt orlofi foreldra. Foreldrar í fæðingarorlofi halda 80% af þeim heildartekjum sem þeir höfðu að meðaltali á mánuði frá því 14 mánuðum fyrir fæðingu, þar til tveimur mánuðum fyrir fæðingu barns. Þá er foreldrum tryggðar ákveðnar lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi. Í lögunum er kveðið á um þriggja mánaða sjálfstæðan rétt móður til fæðingarorlofs, þriggja mánaða sjálfstæðan rétt föður og sameiginlegan eða skiptanlegan rétt sem er þrír mánuðir. Sjálfstæði rétturinn er ekki framseljanlegur. 

Lögin tryggja einnig sjálfstæðan rétt foreldris til 13 vikna foreldraorlofs til að annast barn. Þessi réttur er ekki framseljanlegur og nær til sömu tilvika og rétturinn til fæðingarorlofs. Rétturinn til foreldraorlofs skapast eftir sex mánaða samfellt starf, en fellur niður þegar barn hefur náð 8 ára aldri. Þessum rétti fylgir ekki réttur til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði. 

Lögin kveða á um skyldur starfsmanna til að tilkynna atvinnurekenda um töku fæðingar- eða foreldraorlofs. Þá skilgreina þau réttarstöðu foreldra í fæðingar- eða foreldraorlofi gagnvart atvinnurekenda og ávinnslu réttinda meðan á orlofstöku stendur.

Þá kveða lögin sérstaklega á um réttarstöðu þungaðra kvenna, kvenna sem nýlega hafa aðil börn og sem eru með börn á brjósti og skyldur atvinnurekenda gagnvart þeim.