Stjórnarkjör hjá FOSS

Stjórnarkjör hjá FOSS

Kæru félagsmenn FOSS

 

Nú fer að líða að aðalfundi félagsins en hann verður þriðjudaginn 15. maí á hótel Selfoss           kl 19:00

Kjósa á um formann og þrjá stjórnarmenn.

Tillaga kjörnefndar er eftirfarandi:

Ásbjörn Sigurðsson, formaður

Þuríður Jónsdóttir, stjórnarmaður

Svala Ósk Sævarsdóttir, stjórnarmaður

Sigurjón Pétur Guðmundsson, stjórnarmaður

Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 5 félagsmenn að standa að tillögu félagsmanna um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k fjórum vikum fyrir aðalfund. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild.

 

Kjörnefnd.