Úthlutunarreglur Fræðslusjóðs

Úthlutunarreglur Fræðslusjóðs

Breytingar á úthlutunarreglum Fræðslusjóðs FOSS

 

Stjórn Fræðslusjóðs FOSS hefur gert breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins og taka þær gildi 1. janúar 2017. Meginbreytingarnar eru eftirfarandi:

      Hámarksupphæð styrks úr Fræðslusjóði verður kr. 75.000,- á ári eða kr. 150.000,- á hverju tveggja ára tímabili.

 

      Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér sinn rétt síðustu 5 ár eiga rétt á styrk að upphæð             kr. 375.000,- fyrir eitt samfellt nám/námskeið

 

 

      Áunnin réttindi innan BSRB félaga haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli aðildarfélaga

 

      Ef styrksloforðs er ekki vitjað innan 3 mánaða frá afgreiðslu umsóknar fellur styrkurinn niður

 

 

      Styrkur vegna aukinna ökuréttinda s.s. vinnuvélaprófs, meiraprófs kr. 100,000,- en styrkurinn greiðist þó aðeins einu sinni

 

      Styrkur til kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift allt að 90%. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

 

 

      Styrkur fyrir lestrargreiningu um 90%. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

Úthlutunarreglurnar er hægt að nálgast í heild sinni á vef FOSS www.foss.bsrb.is