Fréttir

 • Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

  BSRB hefur ásamt Bandalagi háskólamanna (BHM) og Kennarasambandi Íslands (KÍ) undirritað samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi. Með þessu samkomulagi er tryggt að allt launafólk í landinu njóti sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Réttindi núverandi sjóðsfélaga haldast óbreytt, auk þess sem ríki og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að leiðrétta launamun milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna.Með samkomulaginu hefur lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið fullfjármagnað og verður það hér eftir sjálfbært. Til að svo megi verða leggja ríki og sveitarfélög samtals um 120 milljarða króna í sérstaka lífeyrisaukasjóði. Legið hefur fyrir lengi að fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna væri ósjálfbært og því ljóst að óbreytt ástand gæti ekki gengið áfram. Engin breyting fyrir sjóðfélaga Það hefur verið markmið BSRB og annarra bandalaga opinberra starfsmanna frá upphafi að tryggja réttindi núverandi sjóðfélaga og að gæta hagsmuna þeirra félagsmanna sem nýtt kerfi mun ná til. Samkomulagið..

  Nánar [+]
 • Orlofsvefurinn

  Nú er búið að opna orlofsvefinn til 2. janúar 2017. Skógarsel og húsin í Munaðarnesi eru lokuð í nóvember vegna viðgerða en verða opnuð um leið og hægt er.

  Nánar [+]
 • Lokað

  Skrifstofa FOSS verður lokuð í dag miðvikudaginn 14. september vegna fundarhalda

  Nánar [+]
 • Fræðslusjóður úthlutun

  Fundur var haldinn í Fræðslusjóði FOSS miðvikudaginn 7. september 2016 Sjóðnum bárust tuttugu umsóknir, sautján voru samþykktar og þrjár voru lagðar til afgreiðslu í desember.  Næsti fundur verður haldinn í október 2016. Stjórn Fræðslusjóðs 

  Nánar [+]
 • Enn bætist við Fosshótelkeðjuna

  Þrjú hótel hafa bæst við í Fosshótelkeðjuna. Þau eru á Stykkishólmi, Hellnar við rætur Snæfellsjökuls og svo við Jökulsárlón. Þá er bara að bóka og kaupa miða á orlofsvefnum og skella sér í frí :-)

  Nánar [+]