Fréttir

 • Undirritað við sveitarfélögin

  Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Helstu breytingar eru þessar:

  Nánar [+]
 • Niðurstaða kosninga ríkisssamningsins

  Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á Suðurlandi og fjármála og efnahagsráðherra f.h. Ríkissjóðs undirritað 9. nóvember sl. Á kjörskrá voru 61 Atkvæði greiddu 43 eða 70,1% já sögðu 25 eða 58,1% Nei sögðu 18 eða 41,9% Auðir og ógildir 0 Samningurin er því samþykktur.

  Nánar [+]
 • Jólaföndur

  Jólaföndur   Nú eru jólin á næsta leiti og datt okkur í hug að föndra smávegis. Boðið verður upp á að setja texta á kerti. Föndrið verður þriðjudaginn 24. nóvember, einn hópur kl 17:30 og annar           kl. 20:00. Þið skráið ykkur á foss@foss.bsrb.is og þetta verður fyrstur kemur fyrstur fær. Síðasti skránigardagur er 18. nóvember. Námskeiðið er ókeypis  

  Nánar [+]
 • 11.11.2015 - Viðræðum við sveitarfélögin slitið - deilan til ríkissáttasemjara

  Samninganefnd  bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem eru í samfloti, sem og stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins slitu síðdegis í dag kjaraviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Arna Jakbína Björnsdóttir, formaður Kjalar, sem er í forsvari fyrir samstarfið segir hvorki hafa gengið né rekið síðustu þrjá sólarhringa í viðræðum um launalið nýs kjarasamings en þar er ásteitingarsteinninn öðru fremur."Ástæðan fyrir þessari stöðu er fjölþætt. Nýgert SALEK samkomulag er augljóslega að trufla viðræðurnar en líka nýgert starfsmat sem stéttarfélögin og sveitarfélögin stóðu að. Vissulega veldur það kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin en vert er að minna á að unnið hefur verið að endurnýjuðu starfsmati síðustu sex árin og margir starfsmenn sveitarfélaganna eru að fá leiðréttingu miðað við sitt starf og ábyrgð. Sveitarfélögin ætla sér hins vegar að blanda starfsmatshækkunum inn í kjarasamningagerðina núna, draga með öðrum orðum úr launahækkunum á samningstímanum til að mæta starfsmatinu. Á það föllumst við að sjálfsögðu ekki og höfum..

  Nánar [+]
 • Umsókn í Styrktarsjóð 2015

  Frestur umsókna og fylgigagna 2015   Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til þess að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlega að skila inn umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk.   Þetta á bæði við um þá sem hafa sent inn umsókn á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögn og einnig þá sem eiga eftir að sækja um styrk hjá sjóðnum.   Komi umsóknir eftir 18. desember nk. munu umsóknir falla yfir á rétt ársins 2016.   Að gefnu tilefni benda starfsmenn sjóðsins á að skila þarf frumriti reikninga til sjóðsins, reikningar sendir með tölvupósti teljast ekki gildir. 

  Nánar [+]
 • Samningur við ríkið

  Nýr kjarasamningur milli FOSS og ríkisins var undirritaður í gær. Hægt er að skoða samninginn á heimasíðu FOSS undir kaup og kjör - kjarasamningar Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum

  Nánar [+]