Fréttir

 • Nýtt orlofshús, Flúðir

  Nýtt orlofshús hefur bæst við hjá FOSS. Það er staðsett í  Ásabyggð á Flúðum.  Það er búið að opna fyrir útleiguna á vefnum svo það er um að gera fyrir félagsmenn að skella sér í bústað og skoða sig um á Flúðum og nágrenni.  

  Nánar [+]
 • Kvennafrídagurinn 24. október

  Jafnréttisnefnd BSRB býður til opins fundar í tilefni kvennafrídagsins föstudaginn 24. október, kl. 12-13 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Á fundinum mun Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fv. alþingismaður, vera með erindi um reynslu sína af því að vera fyrst kvenna kjörin sem forseti sameinaðs Alþingis á árunum 1988-1991. Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, mun svo taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Guðrúnu. Þeir sem áhuga hafa eru velkomnir að vera viðstaddir fundinn. Fundurinn verður í fundarsal á 1. hæð í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 og boðið verður upp á léttar veitingar. Fundargestir eru vinsamlega beðnir um tilkynna þátttöku fyrir hádegi fimmtudaginn 23. október með því að senda póst á asthildur@bsrb.is Fyrir þá sem ekki komast á staðinn er bent á að hægt verður að fylgjast með fundinum á vefnum. Til að fylgjast með fundinum á vefnum þarf að fara á slóðina straumur.bsrb.is. Nota þarf aðgangsorðið..

  Nánar [+]
 • Fundur í Fræðslusjóð

  Fundur var haldinn í Fræðslusjóði FOSS miðvikudaginn 15. október 2014 Sjóðnum bárust sautján umsóknir, þrettán voru samþykktar en fjórum var frestað til desemberfundar.  Næsti fundur verður haldinn 18. nóvember 2014. Stjórn Fræðslusjóðs 

  Nánar [+]
 • Lausar vikur á Spáni

  Vikurnar 14. október - 28. október eru lausar til útleigu. Ef þið hafið áhuga að skella ykkur í sólina hafið þá samband við skrifstofu FOSS

  Nánar [+]
 • Orlofshús

  Búið er að opna orlofsvefinn til 4. janúar 2015, allt nema Munaðarnes en það verður gert í næstu viku.

  Nánar [+]