Styrktarsjóður BSRB: 50 þús. kr. skattleysi vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og annarrar endurhæfingar.

Mynd vantar

Styrktasjóður BSRB vill benda sjóðsfélögum á að  í umbeðnu áliti ríkisskattstjóra til Styrktarsjóðs BSRB varðandi skattleysi styrkveitinga segir m.a.:

„Ef stéttarfélag/launagreiðandi greiðir íþrótta- eða heilsuræktarstyrk þá má halda honum utan staðgreiðslu/skattlagningar að hámarki 50.000 kr. á ári ef lagðir eru fram fullgildir reikningar um íþróttaiðkun/þátttöku og ef lagðir eru fram reikningar vegna endurhæfingar í kjölfar slyss eða veikinda, þ.e. kostnaður vegna líkamlegrar þjálfunar sambærilegri við aðra líkamsrækt."

Þessi yfirlýsing er fagnaðarefni enda í samræmi við óskir Styrktarsjóðs BSRB sem um árabil hefur talað fyrir því sjónarmiði að aðrar styrkveitingar en sjúkradagpeningar og styrkir í fæðingarorlofi verði undanþegnar staðgreiðslu. Þess ber að geta að ríkisskattstjóri hefur áskilið sér rétt til skilgreiningar á hvað flokkist undir endurhæfingu en þar er talin kostnaður við nálastungur, sjúkraþjálfun og sjúkranudd svo dæmi séu tekin.

Um nánari skilgreiningar ríkisskattstjóra segir m.a. annars í bréfi sem Styrktarsjóði BSRB barst fimmtudaginn  6. febrúar sl.: