Fréttir

 • Jólakveðja

  FOSS sendir félagsmönnum sínum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðilega jólahátið með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða . Megi árið 2015 verða ykkur og fjölskyldum ykkar gott og gæfuríkt.

  Nánar [+]
 • Lokað

  Skrifstofa FOSS lokar kl 12:00 Þorláksmessudag og opnar aftur á nýju ári 5. janúar 2015.

  Nánar [+]
 • Starfsnám stuðningsfulltrúa

  Starfsnám stuðningsfulltrúa Stafsnám stuðningsfulltrúa er starfstengt grunnnám fyrir þá sem vilja vinna með fötluðu fólki, öldruðum eða sjúkum og byggja um leið upp starfsferil á félags- og heilbrigðissviði. Hér er um að ræða 162 stunda grunnnám og 84 stunda framhaldsnám sem kennt hefur verið um árabil en var nýlega uppfært. Það er Starfsmennt sem sér um kennslu námsins og frekari upplýsingar um það má nálgast hér. Málefni fatlaðra voru nýverið færð frá ríki til sveitarfélaga og hafa viðsemjendur ákveðið að kynna námið sérstaklega fyrir starfsmönnum sveitarfélaga sem tækifæri til að efla sig í starfi. Námið er heildstætt starfsnám þar sem fjallað er um starfsvettvanginn og nýjungar í starfi þeirra sem vinna t.d. á heimilum, sambýlum og innan íbúðakjarna eða sérsniðinna þjónustuúrræða. Skráning er hafin í námið og stendur umsóknarfrestur til 5. janúar 2015.

  Nánar [+]
 • Lokað

  Skrifstofa FOSS verður lokuð í dag frá kl 10:00 vegna fundarhalda

  Nánar [+]
 • Orlofsvefurinn

  Búið að opna orlofsvefinn til 2. mars 2015

  Nánar [+]
 • Jólaföndur

  JólaföndurNú er komið að jólaföndrinu í ár. FOSS ætlar að bjóða félagsmönnum sínum upp á kertanámskeið. Ásta Marling ætlar að kenna okkur að búa til servéttukerti.Kerti, servéttur og penslar verða á staðnum og þið komið bara með jólaskapið með ykkur.Jólaföndrið verður miðvikudaginn 3. desember kl 17, á skrifstofu FOSS.Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skráið ykkur á foss@foss.bsrb.is í síðasta lagi þriðjudaginn 25. nóvember.Starfsmenn FOSS

  Nánar [+]
 • Fræðslusjóður úthlutun

  Fundur var haldinn í Fræðslusjóði FOSS þriðjudaginn 18. nóvember 2014 Sjóðnum bárust nítján umsóknir, ellefu voru samþykktar en átta var frestað til desemberfundar.  Næsti fundur verður haldinn 16. desember 2014. Stjórn Fræðslusjóðs 

  Nánar [+]
 • Lokað á morgun

  Skrifstofa FOSS verður lokuð á morgun fimmtudaginn 6. nóvember vegna fundarhalda.

  Nánar [+]
 • Nýtt orlofshús, Flúðir

  Nýtt orlofshús hefur bæst við hjá FOSS. Það er staðsett í  Ásabyggð á Flúðum.  Það er búið að opna fyrir útleiguna á vefnum svo það er um að gera fyrir félagsmenn að skella sér í bústað og skoða sig um á Flúðum og nágrenni.  

  Nánar [+]
 • Kvennafrídagurinn 24. október

  Jafnréttisnefnd BSRB býður til opins fundar í tilefni kvennafrídagsins föstudaginn 24. október, kl. 12-13 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Á fundinum mun Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fv. alþingismaður, vera með erindi um reynslu sína af því að vera fyrst kvenna kjörin sem forseti sameinaðs Alþingis á árunum 1988-1991. Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, mun svo taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Guðrúnu. Þeir sem áhuga hafa eru velkomnir að vera viðstaddir fundinn. Fundurinn verður í fundarsal á 1. hæð í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 og boðið verður upp á léttar veitingar. Fundargestir eru vinsamlega beðnir um tilkynna þátttöku fyrir hádegi fimmtudaginn 23. október með því að senda póst á asthildur@bsrb.is Fyrir þá sem ekki komast á staðinn er bent á að hægt verður að fylgjast með fundinum á vefnum. Til að fylgjast með fundinum á vefnum þarf að fara á slóðina straumur.bsrb.is. Nota þarf aðgangsorðið..

  Nánar [+]