Kristín Leifsdóttir listamaður desembermánaðar

Kristín Leifsdóttir listamaður desembermánaðar

Eins og flestir vita er Kristín Erna stjórnarmaður FOSS  Til hamingju Kristín.

List í héraði, sem styrkt er af Menningarráði Suðurlands, hefur haldið sex myndlistasýningar á þessu ári sem jafnframt er 80 ára afmælisári Hvolsvallar. Sex listamenn hafa látið ljós sitt skína og hafa þeir sýnt hver um sig í mánuð í einu í fyrirtækjum á Hvolsvelli.

Nú er desember runninn upp með sínum hátíðarbrag og það sama má einnig segja um listamann mánaðarins að þessu sinni, en það er Kristín Erna Leifsdóttir frá Nýjabæ sem sýnir í útibúi Landsbankans á Hvolsvelli.

Stína Leifs, eins og allir kalla hana, flutti a Hvolsvöll 1985 og hefur búið þar síðan að frátöldum sex árum sem hún bjó á Snæfellsnesi.

Stína hóf listamannsferil sinn á veggjunum í Nýjabæ með vaxlitum við lítinn fögnuð foreldra sinna.

Hún hefur farið á nokkur námskeið og hefur alltaf haft gaman af að mála

Þetta er síðasta sýningin hjá List í héraði að sinni en án efa fer listviðburðurinn af stað með hækkandi sól því margir eru listamennirnir í héraðinu og af nógu að taka. Það verður spennandi verkefni að draga fram fleiri listamenn og gefa þeim tækifæri á að sýna afrakstur sinn.

List í héraði vill þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem tóku þátt í þessum viðburði og einnig öllum þeim fyrirtækjum sem opnuðu dyr sínar fyrir sýningunum. 

Gleðileg jól 

F.h. List í Héraði

Arna Þöll Bjarnadóttir