Samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum skrifuðu í dag undir samkomulag um að setja á stofn „Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga." Nefndin er skipuð forystumönnum þeirra sem að samkomulaginu standa en ríkissáttasemjari stýrir starfi nefndarinnar. Nefndin er sett á fót með það að markmiði að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Nefndin mun taka saman upplýsingar til undirbúnings kjarasamninga árin 2013 og 2014 og verður starf hennar endurmetið fyrir árslok 2015.