Endurskoðun kjarasamninga: Samningseiningafundur BSRB á morgun

Endurskoðun kjarasamninga: Samningseiningafundur BSRB á morgun

Endurskoðunarákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BSRB eru tengd endurskoðunarákvæðum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þar sem það liggur fyrir að gerðar hafa verið breytingar á samningstímanum á almennum vinnumarkaði þýðir það jafnframt að við förum í viðræður við félögin okkar um hvernig við munum bregðast við þessu," segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB um næstu skref varðandi breytta kjarasamninga fyrir aðildarfélög bandalagsins.Boðað hefur verið til samningseiningarfundar vegna málsins hjá BSRB á morgun og þar mun það ráðast hvert framhaldið verður.