BSRB krefst launaleiðréttinga

BSRB krefst launaleiðréttinga

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar stjórnin fer fram á að félagsmenn sínir fái að njóta sömu launaleiðréttinga og þingmenn, ráðherrar, embættismenn og margir sveitastjórnarmenn hafa fengið á undanförnum vikum og mánuðum. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs um að draga launalækkanir til baka í desember síðastliðnum var fjármálaráðaherra sent bréf þar sem óskað var eftir sambærilegri launaleiðréttingu fyrir félagsmenn BSRB. Í ályktuninni er sú krafa ennfremur ítrekuð.