Fréttir

 • Námskeið í konfektgerð

  Frábært námskeið var í konfektgerð hjá FOSS þann 4 desember. Námskeiðin urður tvö og var mikið gaman.

  Nánar [+]
 • Vona að fleiri bæjarfélög skoði launamál sín út frá kynbundnum launamun

  Stjórnendur Reykjanesbæjar fullyrða í grein í Fréttablaðinu í dag að hjá Reykjanesbæ sem vinnuveitanda finnist enginn kynbundinn launamunur. Farið hefur verið yfir launabókhald stofnana bæjarins og heildarlaun vegna sömu eða sambærilegra starfa borin saman með fyrrgreindum niðurstöðum. BSRB fagnar framtaki Reykjanesbæjar og vonar að fleiri bæjarfélög fylgi fordæmi þeirra.

  Nánar [+]
 • Kjarakönnun BSRB: Kynbundinn launamunur 13,1%

  Um heildstæða launakönnun á meðal félagsmanna BSRB var að ræða þar sem að úrtakið var um 20 þúsund félagsmenn bandalagsins. Svarhlutafall var rúmlega 50% og því þykja niðurstöður könnunarinnar gefa nokkuð góða vísbendingu um kjaramál opinberra starfsmanna sem aðild eiga að BSRB.

  Nánar [+]
 • Fundur var haldinn í Fræðslusjóði þriðjudaginn 11. sept. s.l.

  Fyrir fundinum lágu 26 umsóknir 20 umsóknir voru samþykktar 5 umsóknir bíða desemberfundar og einni umsókn var hafnað. Alls var úthlutað úr sjóðnum kr.823.740,- að þessu sinni. Það er ánægjulegt til þess að vita hvað félagsmenn eru duglegir að fara á námskeið og jafnvel í lengra nám.

  Nánar [+]
 • Ríki og sveitarfélög verða að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar

  „Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa ítrekað bent á stöðu opinberu lífeyrissjóðanna og reynt að fá bæði ríki og sveitarfélög til að bregðast við án árangurs. Það verður að horfast í augu við vandann og leysa hann í sameiningu. Frá árinu 2006 hefur gengið erfiðlega að fá hið opinbera til að setja upp greiðsluáætlun. Lengi hefur verið vitað um stöðuna án þess að brugðist hafi verið við því með þeim hætti sem við höfum lagt til, að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar," segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um nýja skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Þar kemur fram að efla þurfi sjóðasöfnun og bæta áfallna stöðu sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.

  Nánar [+]
 • BSRB krefst launaleiðréttinga

  Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar stjórnin fer fram á að félagsmenn sínir fái að njóta sömu launaleiðréttinga og þingmenn, ráðherrar, embættismenn og margir sveitastjórnarmenn hafa fengið á undanförnum vikum og mánuðum.

  Nánar [+]